Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 02. ágúst 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Keppnisbann Samir Nasri lengt í 18 mánuði
UEFA hefur lengt keppnisbann Samir Nasri úr sex mánuðum í átján mánuði.

Nasri fékk hálfs árs bann í febrúar. Árið 2016 birti fyrirtækið Drip Doctors mynd af Nasri og kom fram að hann hefði verið í meðhöndlun hjá fyrirtækinu í Los Angeles.

Nasri fékk vökva í æð frá Drip Doctors en það á að hjálpa líkamanum að berjast gegn alls konar veikindum og um leið gera hann frískari. Leikmaðurinn, sem var á þessum tíma á mála hjá Sevilla, braut með þessu lyfjareglur í spænsku deildinni.

Samkvæmt skráningu hóf Nasri afplánun á banninu 1. júlí 2017, þrátt fyrir að hann hafi eftir þá dagsetningu leikið átta leiki fyrir Antalyaspor í Tyrklandi.

Þessi 31 árs fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City getur því hafið æfingar með nýju liði í nóvember en hann er í dag án félags.
Athugasemdir
banner