Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Búin að vera góð í öllum leikjunum frá því ég tók við"
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur verið algjörlega stórkostleg síðustu ár, bæði með félagsliði sínu og landsliðinu.

Sandra varð um helgina Íslandsmeistari annað árið í röð með Val, en hún átti mjög gott sumar í marki liðsins og hefur verið einn besti markvörður Bestu deildarinnar.

Sandra hefur sýnt það á síðustu mánuðum að hún Sandra búin að sýna það að hún á heima á stærsta sviðinu en fyrir helgi var landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfarinn, spurður út í uppgang Söndru síðustu ár.

„Sandra er búin að vera góð í öllum leikjunum sem hún hefur spilað frá því ég tók við," sagði Steini sem hefur stýrt liðinu síðan í byrjun árs í fyrra.

„Ég er búinn að vera hrikalega sáttur við hana. Sandra hefur sýnt það og sannað að hún er frábær markvörður. Hún hefur spilað virkilega vel í deildinni og í öllum landsleikjum sem hún hefur spilað undanfarin ár."

„Aldur er ekki eitthvað sem þú þarft að vera að spá í. Þetta snýst um frammistöðu og hversu góð þú ert."

Ef litið er á 'prevented goals' tölfræðina þá er Sandra sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir næst flest mörk í Bestu deildinni í sumar miðað við gæði tilrauna sem hafa komið á markið. Aðeins Samantha Murphy úr Keflavík hefur komið í veg fyrir fleiri mörk í sumar.
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Athugasemdir
banner