Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   mán 26. september 2022 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona vildi verða 'forseti fótboltans' hjá Man Utd
Eric Cantona, sem er goðsögn hjá Manchester United, segist hafa rætt við félagið um að taka við starfi sem hann kallar: 'Forseti fótboltans'.

Cantona var stórkostlegur leikmaður fyrir United en hann er tilbúinn að snúa aftur til félagsins í stjórnunarstöðu.

Hann er í löngu viðtali hjá The Athletic í dag þar sem hann kemur inn á það að United þurfi fleira fótboltafólk á bak við tjöldin - ekki bara viðskiptafólk.

„Á síðasta ári stakk ég upp á því við félagið að breyta til," segir Cantona.

„United á að vera með forseta viðskiptamála og forseta fótboltans, sem tekur allar ákvarðanir tengdar fótbolta. Ég stakk upp á því að ég yrði forseti fótboltans."

Hann segir að félagið hafi ekki samþykkt þessa hugmynd sína, en hann segir að United þurfi að fá svona aðila inn í félagið.
Athugasemdir
banner
banner