Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 26. september 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
85 ára með 13 rétta
Mynd: 1X2

85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning.


Tipparinn tippar vikulega hjá KFS í Vestmannaeyjum en mikill kraftur er í getraunastarfi KFS sem er eitt öflugasta íþróttafélagið í sölu getraunaseðla á landinu.

Auk þess hafa félagsmenn í KFS unnið Getraunadeild getrauna oftar en nokkurt annað félag á Íslandi og eiga til viðbótar nokkra Íslandsmeistaratitla í Getraunadeildinni.

Í Getraunadeildinni keppa hópar af öllu landinu innbyrðis , 10 vikur í senn, og er sá hópur sigurvegari sem fær flesta leiki rétta á tímabilinu Öllum er heimil þátttaka og kostar ekkert að vera með. 


Athugasemdir
banner
banner
banner