Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 26. september 2023 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Byrjunarlið Íslands - Tvær breytingar frá sigrinum
Guðný kemur inn í liðið.
Guðný kemur inn í liðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Berglind kemur einnig inn í liðið.
Berglind kemur einnig inn í liðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Þýskalandi í Bochum núna á eftir. Þetta er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni en stelpurnar byrjuðu á 1-0 sigri gegn Wales síðastliðið föstudagskvöld.

Það eru tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Wales á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland



Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers fara á bekkinn en inn í þeirra stað koma Guðný Árnadóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir.

Þessar skiptingar eru varnarsinnaðar en það er ekki skrítið í ljósi þess hve sterkur andstæðingurinn er í kvöld.
Athugasemdir