Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez gekk í raðir Fulham frá Wolves í sumar en hann er að ganga í gegnum langa markaþurrð, það eru átján mánuðir síðan hann skoraði síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Hann er búinn að spila sjö leiki fyrir Fulham og enn er beðið eftir hans fyrsta marki fyrir félagið. Hann skoraði hinsvegar þrjú mörk í tveimur vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði.
Hann er búinn að spila sjö leiki fyrir Fulham og enn er beðið eftir hans fyrsta marki fyrir félagið. Hann skoraði hinsvegar þrjú mörk í tveimur vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði.
„Ég efast ekki um Raul Jimenez. Hann er að vinna vel fyrir liðið þó mörkin séu ekki að koma," segir Marco Silva, stjóri Fulham.
„Hann er að bæta sig, hann er að skilja betur hvað við viljum fá frá honum. Hann er að spila því hann er að gera eitthvað rétt. Hann leggur sig alltaf allan fram á hverjum degi."
Athugasemdir