Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   þri 26. september 2023 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Napoli gerði grín að Osimhen á TikTok og íhugar hann nú að fara í mál - „Þetta er galið“
Victor Osimhen
Victor Osimhen
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen er alvarlega að íhuga það að fara í mál við ítalska félagið Napoli eftir að það gerði grín að honum á samfélagsmiðlinum TikTok í dag.

Osimhen var markahæsti leikmaður Napoli er liðið vann ítölsku deildina á síðasta tímabili, en þetta var fyrsti deildartitill Napoli í 33 ár.

Einhver spenna hefur skapast á milli Osimhen og Rudi Garcia, þjálfara Napoli, en eftir að nígeríski framherjinn fór af velli í markalausa jafnteflinu gegn Bologna átti hann orðaskipti við Garcia áður en hann fór á bekkinn. Hann hefur síðan beðist afsökunar á framferði sínu.

   25.09.2023 18:40
Osimhen búinn að biðjast afsökunar


Þarna virtist vera búið að lægja öldurnar eða þangað til Napoli birti myndband af Osimhen á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem það gerir grín að leikmanninum. Þar sést hann biðja um vítaspyrnu gegn Bologna áður en hann klúðraði spyrnunni.

Umboðsmaður Osimhen segir að nú sé alvarlega verið að íhuga það að leggja fram kæru gegn ítalska félaginu.

„Það sem gerðist á opinberri síðu Napoli á TikTok er ekki ásættanlegt. Í myndbandinu er gert grín að Osimhen, sem var gert fyrir almenning að sjá, en því eytt seinna. Þetta er alvarleg staðreynd sem getur alvarlega skaðað leikmanninn og bætir bara ofan á þá meðferð sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum í formi falsfrétta. Við áskiljum okkur rétt til þess að fara í mál eða nýta okkur annað nothæft frumkvæði til að vernda Victor,“ sagði Roberto Calenda, umboðsmaður Osimhen.


Athugasemdir
banner
banner
banner