De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 26. september 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þreyttur á samanburðinum við Haaland og tjáir sig um áhuga Man Utd
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Báðir frábærir hjá Salzburg.
Báðir frábærir hjá Salzburg.
Mynd: Getty Images
Benjamin Sesko er einn af mest spennandi framherjum í heiminum. Hann var sterklega orðaður við Manchester United síðasta sumar en var keyptur til RB Leipzig og lánaður til baka til Salzburg.

Sesko hefur verið borinn saman við Erling Haaland sem spilaði með Salzburg áður en hann hélt til Dortmund og svo til Manchester City. Sesko blómstraði hjá Salzburg sem verður til þess að þeir eru bornir saman.

„Ég hef þegar sagt að ég er bara leikmaðurinn Benjamin Sesko. Það eina sem er kannski líkt er hæðin. Við erum líka báðir snöggir, en heilt yfir þá erum við með ólíkan leikstíl."

„Hér er verið að bera saman leikmann við einn besta leikmann heims. Það er ekki auðveldur samanburður. Ég vil ekki bera mig saman við neinn. Ég myndi elska bara að vera ég, besta útgáfan af mér,"
segir Sesko.

Hann sagði í sama viðtali að hann væri mjög hrifinn af Zlatan Ibrahimovic. Hann hafi verið hvatning fyrir sig.

„Ég elskaði að horfa á hann spila. Hann naut sín á vellinum. Hann var að gera það sem hann vildi gera. Það gleður mig að sjá leikmann eins og hann spila leikinn."

Sesko var að lokum spurður út í sögurnar um áhuga Manchester United. „Ég var ekki hluti af þessum samræðum. Ég held að það hafi einfaldlega verið betra fyrir mig að koma hingað. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fara á stað þar sem spilaður var svipaður fótbolti (og þar sem ég var). Ég vissi þegar hvað ég ætti að gera og þurfti ekki að fara í gegnum ferli til að komast inn í hlutina. Það yrði gaman að spila í úrvalsdeildinni einn daginn, en ég einbeiti mér að núinu og svo sjáum við til."

Sesko er tvítugur Slóveni sem hefur skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjum sínum með Leipzig. Næsti leikur Leipzig í Meistaradeildinni er gegn Manchester City og þar gætu þeir Haaland og Sesko mæst.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner