Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Finnur ekki fyrir pressu þrátt fyrir skelfilega byrjun Rangers
Mynd: EPA
Rangers byrjar tímabilið mjög illa en liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki af 14 í öllum keppnum. Liðið er án sigurs í skosku deildinni eftir fimm umferðir.

Liðið fékk Genk í heimsókn í fyrstu umferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar í gær þar sem Genk fór með sigur af hólmi gegn tíu leikmönnum Rangers.

Russell Martin tók við liðinu í sumar en hann err bjartsýnn á að snúa gengi liðsins við. Hann finnur ekki fyrir pressu frá stjórn félagsins.

„Við munum læra og vaxa frá leiknum í kvöld. Allir hjá félaginu hafa verið frábærir. Leikmennirnir og starfsfólkið svo við verðum að einbeita okkur af því þá verður niðurstaðan jákvæð og vonandi breytir það skoðun og tilfinningu stuðningsmanna," sagði Martin.
Athugasemdir
banner