Það hafa kannski einhverjir gleymt því en Jonathan Rasheed gekk í raðir KA fyrir þetta tímabil.
Markvörðurinn varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu rétt eftir komu sína til Íslands.
Rasheed er hins vegar kominn af stað aftur, byrjaður að æfa og gæti spilað í lokaleikjum KA á þessu tímabili.
Liðið á fjóra leiki eftir af mótinu; leiki gegn Aftureldingu, Vestra, ÍA og ÍBV. Leikurinn gegn Aftureldingu fer fram í Mosfellsbæ á sunnudag.
Markvörðurinn varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu rétt eftir komu sína til Íslands.
Rasheed er hins vegar kominn af stað aftur, byrjaður að æfa og gæti spilað í lokaleikjum KA á þessu tímabili.
Liðið á fjóra leiki eftir af mótinu; leiki gegn Aftureldingu, Vestra, ÍA og ÍBV. Leikurinn gegn Aftureldingu fer fram í Mosfellsbæ á sunnudag.
Rasheed, sem er 33 ára Svíi, var fenginn til að veita samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna en Steinþór Már Auðunsson hefur verið í því hlutverki á þessu tímabili og staðið sig vel.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 25 | 9 | 6 | 10 | 36 - 45 | -9 | 33 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 25 | 8 | 4 | 13 | 24 - 38 | -14 | 28 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Athugasemdir