Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Isak klár í að spila en ólíklegur í 90
Mynd: EPA
Alexander Isak verður væntanlega í byrjunarliði Liverpool sem mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hugo Ekitike tekur út leikbann eftir umtalað rautt spjald.

„Hann er tilbúinn að spila en hvort hann sé klár í 90 mínútur fer eftir hraðanum og ákefðinni í leiknum. Það er kannski aðeins of mikið að taka heilan leik, ég held að það væri ekki sniðugt," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.

„Hann er enn eiginlega á undirbúningstímabili og eftir tvær til þrjár vikur þar er venjan hjá okkur að menn spili 60-70 mínútur."

Federico Chiesa hefur nýtt sinn spiltíma vel og er líklegur til að koma inn af bkknum á morgun.

Slot hefur farið gætilega með spiltíma Isak síðan sænski sóknarmaðurinn var keyptur til Liverpool frá Newcastle. Hann hefur byrjað tvo leiki; einn í Meistaradeildinni og svo lék hann fyrri hálfleikinn gegn Southampton í deildabikarnum.

Hann hefur aðeins leikið einn leik í ensku úrvalsdeildinni, hann kom af bekknum á 67. mínútu í 2-1 sigrinum gegn Everton um síðustu helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
3 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
4 Bournemouth 5 3 1 1 6 5 +1 10
5 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
6 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
7 Sunderland 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Man City 5 2 1 2 9 5 +4 7
10 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
11 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
12 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
13 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
16 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
17 Brentford 5 1 1 3 6 10 -4 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner