
NIk Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að taka við sem þjálfari sænska liðsins Kristianstad.
Nik hefur gert frábæra hluti með Breiðablik eftir að hafa áður verið með Þrótt. Hann gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í fyrra, bikarmeisturum í síðasta mánuði og er einum sigri frá því að gera liðið aftur að meisturum.
Nik hefur gert frábæra hluti með Breiðablik eftir að hafa áður verið með Þrótt. Hann gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í fyrra, bikarmeisturum í síðasta mánuði og er einum sigri frá því að gera liðið aftur að meisturum.
Kristianstad er í 5. sæti sænsku deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.
Hjá félaginu eru þær Alexandra Jóhannsdóttir, Guðný Árnadóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir.
Athugasemdir