Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fös 26. september 2025 13:06
Elvar Geir Magnússon
Ófært frá Eyjum og leikur Vestra og ÍBV verður á sunnudag
Úr leik ÍBV og Vestra í sumar.
Úr leik ÍBV og Vestra í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningskona Vestra.
Stuðningskona Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Vestra gegn ÍBV í neðri hluta Bestu-deildar karla hefur verið frestað fram á sunnudag. Hann átti að vera á morgun en mun fara fram á sunnudaginn, 28. september kl. 13:00.

„Ófært er frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur kl. 13:00," segir í tilkynningu frá Vestra á Facebook,

Þetta er annar leikurinn í umferðinni sem hefur verið færður en leikur ÍA og KR verður á morgun en átti upphaflega að fara fram á sunnudaginn.

Hér má sjá leikina sem eru framundan í 24. umferð Bestu deildarinnar, umferð 2/5 eftir tvískiptingu.

laugardagur 27. september

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)

sunnudagur 28. september

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 Vestri-ÍBV (Kerecisvöllurinn)
16:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)

mánudagur 29. september
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 17 2 3 84 - 23 +61 53
2.    FH 22 15 3 4 56 - 27 +29 48
3.    Þróttur R. 22 14 3 5 41 - 30 +11 45
4.    Stjarnan 22 10 1 11 39 - 43 -4 31
5.    Valur 22 8 5 9 33 - 35 -2 29
6.    Víkingur R. 22 9 1 12 49 - 48 +1 28
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór/KA 21 9 1 11 38 - 44 -6 28
2.    Fram 21 8 2 11 32 - 47 -15 26
3.    Tindastóll 21 6 3 12 30 - 52 -22 21
4.    FHL 21 1 1 19 15 - 68 -53 4
Athugasemdir
banner