
Shaina Ashouri, leikmaður Víkings, er með slitið krossband og spilar ekkert meira í sumar.
Shaina gekk aftur í raðir Víkings fyrir nokkrum vikum síðan eftir að hafa spilað með liðinu líka í fyrra. Hún kom frábærlega inn í liðið í sumar og hefur spilað stórt hlutverk í stórkostlegum árangri liðsins að undanförnu.
Shaina gekk aftur í raðir Víkings fyrir nokkrum vikum síðan eftir að hafa spilað með liðinu líka í fyrra. Hún kom frábærlega inn í liðið í sumar og hefur spilað stórt hlutverk í stórkostlegum árangri liðsins að undanförnu.
Shaina kemur til með að vera frá næsta árið vegna þessara erfiðu meiðsla sem hún varð fyrir í leik gegn FHL fyrir stuttu.
Markvörðurinn Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þá á æfingu á dögunum og verður líklega frá út tímabilið sem er heldur ekki góðar fréttir fyrir Víkinga.
Víkingsliðið tapaði gegn Þrótti í gær en liðið hefur náð frábærum árangri eftir að Einar Guðnason tók við stjórnartaumunum um mitt mót.
Athugasemdir