Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda: Þær eru allar frábærar í fótbolta
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir spilaði allan leikinn fyrir Ísland í 5-0 sigri á Kýpur í kvöld, í undankeppni HM.

Amanda, sem er 17 ára, átti mjög góðan leik; hún var mikið í boltanum og henni tókst að leggja upp fimmta og síðasta mark Íslands.

„Þetta var mjög gaman, sérstaklega í leik þar sem við vorum mikið með boltann og sköpuðum fullt af færum. Það var geggjað að fá tækifærið," sagði Amanda við RÚV að leik loknum.

Þetta er annað landsliðsverkefni Amöndu með liðinu. Hvernig finnst henni að vera í hópnum?

„Hópurinn er geggjaður. Það er fullt af mjög skemmtilegum stelpum og þær eru allar frábærar í fótbolta. Það er mjög gaman að koma í hópinn. Þær eru allar mjög 'nice' við mig."

Móðir Amöndu er norsk og getur hún enn valið að spila fyrir norska landsliðið, vilji hún gera það. Hún þarf að spila tvo landsleiki til viðbótar til Ísland til þess að það sé staðfest að hún spili fyrir Ísland út ferilinn. Miðað við svör hennar, þá er hún hins vegar ekki að fara að breyta til.

Hún var spurð hvort leikirnir yrðu ekki fleiri í bláu treyjunni. „Ég vona það. Það er allavega markmiðið," sagði Amanda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner