Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 26. október 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands: Amanda og Cecilía byrja - Sif fyrirliði
Icelandair
Amanda byrjar.
Amanda byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif er fyrirliði í kvöld.
Sif er fyrirliði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar við Kýpur í kvöld.
Ísland spilar við Kýpur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, gerir sjö beytingar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum frábæra gegn Tékklandi í síðustu viku.

Ísland mætir í kvöld Kýpur á Laugardalsvelli og á það að vera skyldusigur fyrir Ísland. Leikurinn er í undankeppni HM 2023.

Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir spilar sinn annan A-landsleik. Hún er að byrja í fyrsta sinn fyrir Ísland.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem er 18 ára, fær tækifæri í markinu. Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrja í hjarta varnarinnar og kemur Elísa Viðarsdóttir inn í stöðu vinstri bakvarðar.

Þá kom Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir einnig inn í liðið. Svava skoraði í síðasta leik og byrjar hún sem fremsti maður Íslands.



Ísland getur komið sér upp í annað sæti riðilsins með sigri í dag. Liðið sem endar í efsta sæti fer beint á HM og liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.

Ísland hefur til þessa spilað tvo leiki í riðlinum. Liðið tapaði gegn ógnarsterku Hollands en vann svo 4-0 sigur á Tékklandi. Leikirnir gegn Tékkum eru lykilleikir í riðlinum þar sem búist er við því að Ísland og Tékklands séu næst besta og þriðja besta liðið í þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner