Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 26. október 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Framtíð Solskjær í höndum Joel Glazer
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er með stuðning Sir Alex Ferguson, Ed Woodward og Richard Arnold samkvæmt frétt Guardian. Lokaákvörðun um framtíð hans er hinsvegar í höndum Joel Glazer sem leiðir ákvarðanir eigenda Manchester United.

Sir Alex telur að Solskjær eigi að fá tækifæri til að reyna að koma United á breinu brautina eftir niðurlægjandi 5-0 tap gegn Liverpool á sunnudag. United hefur aðeins fengið eitt stig af síðustu tólf mögulegum.

Woodward, sem er framkvæmdastjóri, og Richard Arnold, sem mun líklega taka við því starfi í apríl, hafa áður sýnt Solskjær stuðning og gera það áfram.

Joel Glazer er búsettur í Flórída í Bandaríkjunum og stýrir United þaðan. Það verður hann sem mun eiga lokaákvörðunina varðandi Solskjær.

Staða Solskjær er talin vera á veikum grunni og Antonio Conte er sá sem helst er orðaður við starfið. Auk Conte hafa Brendan Rodgers, stjóri Leicester, og Zinedine Zidane verið orðaðir við United ef Solskjær fær stígvélið. Í morgun kom nafn Erik ten Hag, stjóra Ajax, einnig inn í umræðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner