Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 26. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramsdale ætlar sér að slá Pickford úr liðinu
Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, er með það markmið að vera aðalmarkvörður enska landsliðsins á HM í Katar á næsta ári.

Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur átt stöðuna í þjálfaratíð Gareth Southgate, allavega á stærsta sviðinu. Pickford hefur staðið sig gífurlega vel á bæði HM 2018 og EM 2020.

Ramsdale var tekinn inn í enska landsliðshópinn sem fór á EM síðasta sumar eftir að Dean Henderson meiddist.

Hinn 23 ára Ramsdale hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir England en hann er með skýr markmið.

„Við vorum bara nokkrum spyrnum frá því að afreka eitthvað stórkostlegt," sagði Ramsdale um EM síðasta sumar. „Árangurinn styrkti hungrið í hópnum að gera betur á HM. Vonandi get ég verið hluti af því og vonandi sem byrjunarliðsmarkvörður."

Ramsdale skipti úr Sheffield United yfir til Arsenal eftir að EM lauk. Hann er núna aðalmarkvörður Lundúnaliðsins.
Athugasemdir