Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 26. október 2021 07:40
Elvar Geir Magnússon
Salah með háar launakröfur - Man Utd vill Barella og Chiesa
Powerade
Mohamed Salah er mögulega besti fótboltamaður heims í dag.
Mohamed Salah er mögulega besti fótboltamaður heims í dag.
Mynd: Getty Images
Nicolo Barella, leikmaður Inter og ítalska landsliðsins.
Nicolo Barella, leikmaður Inter og ítalska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek skiptir um umboðsmann.
Donny van de Beek skiptir um umboðsmann.
Mynd: EPA
Salah, Solskjær, Zidane, Barella, Chiesa, Nakamba, Gerrard, Chalobah, Koeman, Van de Beek og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Það er Powerade sem býður þér upp á helstu kjaftasögurnar!

Egypski framherjinn Mohamed Salah (29) vill fá 500 þúsund pund í vikulaun fyrir að vera áfram hjá Liverpool. (Football Insider)

Stjórn Manchester United skoðar það alvarlega að reka Ole Gunnar Solskjær fyrir næsta leik, sem er gegn Tottenham á laugardaginn. (Manchester Evening News)

Frakkinn Zinedine Zidane (49) hefur ekki áhuga á að taka við á Old Trafford. Hann stefnir á að stýra næst Paris St-Germain eða franska landsliðinu en hvorug staðan er laus sem stendur. (Mundo Deportivo)

Manchester United mun væntanlega reyna að fá ítalska miðjumanninn Nicolo Barella (24) frá Inter, ítalska sóknarmanninn Federico Chiesa (24) frá Juventus og enska bakvörðinn Kieran Trippier (31) frá Atletico Madrid. (Fichajes)

Manchester City og Bayern München hafa áhuga á hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong (24) hjá Barcelona. (Calciomercato)

Newcastle United hefur áhuga á að fá Marvelous Nakamba (27), miðjumann Simbabve og Aston Villa, í janúarglugganum. (Football Insider)

Ryan Taylor fyrrum leikmaður Newcastle segir að sitt fyrrum félag eigi að ráða Steven Gerrard í stjórastólinn. (Sky Sports)

Enski varnarmaðurinn Trevoh Chalobah (22) hjá Chelsea er nálægt því að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Hann hefur fest sig í sessi hjá aðalliðinu á þessu tímabili. (Football.London)

Staða Ronald Koeman (58) hjá Barcelona verður í hættu ef liðið vinnur ekki næstu þrjá leiki. (Marca)

Newcastle United fær samkeppni frá Juventus í tilraunum sínum til að lokka franska framherjann Ousmane Dembele (24) frá Barcelona. Umboðsmaður hans hefur rætt við bæði félög. (Sport)

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (24) hefur ákveðið að skipta um umboðsmann. Hann vill yfirgefa Manchester United en Newcastle og Juventus hafa áhuga. (Metro)

Samningaviðræður Andreas Christensen (25) við Chelsea ganga hægt. Lítil samskipti hafa verið síðustu tvo mánuði. (Goal)

Jason Wilcox, framkvæmdastjóri akademíu Manchester United, mun ræða nánar við Newcastle um að taka að sér nýtt starf yfrmanns fótboltamála á St James' Park. Newcastle hefur einnig verið að ræða við Marc Overmars. (Star)

Tottenham, Aston Villa og Everton hafa áhuga á ástralska varnarmanninum Harry Souttar (23) hjá Stoke City. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner