Erik ten Hag stjóri Manchester United sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun en liðið mætir Sheriff frá Moldóvu í Evrópudeildinni á morgun.
Ten Hag staðfesti að Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópnum á morgun en franski varnarmaðurinn Raphael Varane ekki.
Ten Hag staðfesti að Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópnum á morgun en franski varnarmaðurinn Raphael Varane ekki.

„Varane er ekki í hópnum. Hann verður frá fram að HM. Við þurfum að sjá hvernig hans endurhæfing mun ganga," sagði Ten Hag.
Varane meiddist þegar hann reyndi að stoppa Pierre Emerick-Aubameyang í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea en um vöðvameiðsli í læri er að ræða. Ekki er útilokað að hann geti spilað með Frakklandi á HM í Katar.
Ronaldo er kominn úr skammarkróknum og farinn að æfa með United að nýju.
„Við höfum ekki falið neitt varðandi Ronaldo og höfum svarað öllum spurningum. Hann var tekinn úr hóp í einum leik og er nú kominn aftur inn. Við eigum mikilvægan leik á morgun," segir Ten Hag.
United vann 2-0 gegn Sheriff í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í september. United er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Real Sociedad sem hefur unnið alla fjóra leiki sína. United er öruggt með að minnsta kosti annað sæti riðilsins með stigi á fimmtudag. Annað sætið gefur umspilssæti.
Athugasemdir