Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   fim 26. október 2023 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Logi: Neituðu 25 milljónum punda í leikmann á bekknum
Anton Logi
Anton Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks ræddi við Sæbjörn Steinke eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Gefa úrslitin rétta mynd af muninum á liðunum?

„Það er erfitt að segja. Við náum ekki að komast almennilega inn í leikinn. Þegar maður er 4-0 yfir þá slakar maður á og auðvitað gerðu þeir það. Við fengum alvöru skell í fyrri hálfleik, þeir voru 2-3 levelum fyrir ofan okkur og við réðum ekkert við þá," sagði Anton Logi.

Sóknarmenn Gent gerðu varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt og Anton Logi hrósaði þeim í hástert. Gift Orban kom inn á sem varamaður og skoraði en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Chelsea, Manchester United, Tottenham og Fulham.

„Gift Orban kemur inn á, þeir voru að neita einhverjum 25 milljónum punda í hann, það er alvöru leikmaður. (Malick) Fofana labbar framhjá mönnum, 18 ára. Þessir þrír sóknarmenn lágu í mér, Damir og Viktori, einn að koma og hinn að fara á bakvið. Svo þurftu þeir bara millisekúndu til að slútta," sagði Anton Logi.

Um hundrað stuðningsmenn Breiðabliks mættu til Belgíu og studdu sína menn. Anton fann vel fyrir stuðningnum.

„Það var geggjað. Maður heyrði í þeim allan leikinn, það voru alvöru læti í þeim. Þegar það var orðið þrjú til fjögur núll langaði manni að hverfa ofan í jörðina en maður heyrði í þeim og maður fylltist stolti og maður varð að klára þetta þrátt fyrir að brekkan var orðin virkilega brött," sagði Anton Logi.

Anton er aðeins tvítugur og það kítlar að fara í atvinnumennsku.

„Já, þegar maður er búinn að spila Evrópuleiki við þessar aðstæður á svona völlum þá kítlar að vilja spila fleiri leiki á svona svona leveli. Að spila í Sambandsdeildinni með svona umgjörð, það eru ekki allir sem fá að upplifa þetta, þetta er sturlað dæmi," sagði Anton Logi.


Athugasemdir
banner
banner