Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 26. október 2023 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Logi: Neituðu 25 milljónum punda í leikmann á bekknum
Anton Logi
Anton Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks ræddi við Sæbjörn Steinke eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Gefa úrslitin rétta mynd af muninum á liðunum?

„Það er erfitt að segja. Við náum ekki að komast almennilega inn í leikinn. Þegar maður er 4-0 yfir þá slakar maður á og auðvitað gerðu þeir það. Við fengum alvöru skell í fyrri hálfleik, þeir voru 2-3 levelum fyrir ofan okkur og við réðum ekkert við þá," sagði Anton Logi.

Sóknarmenn Gent gerðu varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt og Anton Logi hrósaði þeim í hástert. Gift Orban kom inn á sem varamaður og skoraði en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Chelsea, Manchester United, Tottenham og Fulham.

„Gift Orban kemur inn á, þeir voru að neita einhverjum 25 milljónum punda í hann, það er alvöru leikmaður. (Malick) Fofana labbar framhjá mönnum, 18 ára. Þessir þrír sóknarmenn lágu í mér, Damir og Viktori, einn að koma og hinn að fara á bakvið. Svo þurftu þeir bara millisekúndu til að slútta," sagði Anton Logi.

Um hundrað stuðningsmenn Breiðabliks mættu til Belgíu og studdu sína menn. Anton fann vel fyrir stuðningnum.

„Það var geggjað. Maður heyrði í þeim allan leikinn, það voru alvöru læti í þeim. Þegar það var orðið þrjú til fjögur núll langaði manni að hverfa ofan í jörðina en maður heyrði í þeim og maður fylltist stolti og maður varð að klára þetta þrátt fyrir að brekkan var orðin virkilega brött," sagði Anton Logi.

Anton er aðeins tvítugur og það kítlar að fara í atvinnumennsku.

„Já, þegar maður er búinn að spila Evrópuleiki við þessar aðstæður á svona völlum þá kítlar að vilja spila fleiri leiki á svona svona leveli. Að spila í Sambandsdeildinni með svona umgjörð, það eru ekki allir sem fá að upplifa þetta, þetta er sturlað dæmi," sagði Anton Logi.


Athugasemdir
banner
banner