Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. nóvember 2019 14:32
Magnús Már Einarsson
Jósef framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Stjörnuna.

Hinn þrítugi Jósef er uppalinn hjá Grindavík og hafði spilað með liðinu nánast allan sinn feril áður en hann kom til Stjörnunnar árið 2016.

Í sumar skoraði Jósef tvö mörk í fimmtán leikjum í Pepsi Max-deildinni með Stjörnunni.

„Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur en hann hefur verið einn af mikilvægari leikmönnum liðsins undanfarin ár. #InnMedBoltann," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

Samtals hefur Jósef skorað 21 mark í 245 deildar, bikar og Evrópuleikjum á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner