Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 26. nóvember 2019 12:54
Magnús Már Einarsson
Myndband: Van Dijk kom stuðningsmanni rækilega á óvart
Liverpool birti í dag skemmtilegt myndband af því þegar Virgil van Dijk kom stuðningsmanni félagsins rækilega á óvart.

David, stuðningsmaður Liverpool, mætir á alla heima og útileiki liðsins en hann starfar við að safna innkaupakerrum hjá Asda.

Van Dijk heimsótti David í vinnuna og fór þaðan með hann á Melwood, æfingasvæði Liverpool.

Þar spjallaði David við aðra leikmenn Liverpool og stjórann Jurgen Klopp.

Hér má sjá þetta skemmtilega myndband.


Athugasemdir