Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. nóvember 2021 23:30
Victor Pálsson
Anelka harðorður í garð Messi og Pochettino - „Ekkert sérstakur"
Mynd: EPA
Nicolas Anelka, fyrrum leikmaður Chelsea og franska landsliðsins, var harðorður í garð bæði Mauricio Pochettino og Lionel Messi eftir leik Paris Saint-Germain við Manchester City í miðri viku í Meistaradeildinni.

PSG spilaði alls ekki sinn besta leik í viðureigninni gegn City og tapaði 2-1 en sú tala hefði vel getað verið stærri.

Anelka telur að Pochettino, sem er stjóri PSG, sé að nota Messi vitlaust og það henti engan veginn að nota hann í liði sem notast við skyndisóknir fram á við eins og raun bar vitni í þessum leik.

PSG skapaði afar lítið af færum í leiknum en eina mark liðsins skoraði Kylian Mbappe og kom þeim frönsku í 1-0 áður en þeir ensku tóku öll völd.

„Með Lionel Messi í liðinu þá geturðu ekki notast við skyndisóknir. Þú getur ekki bara spilað Kylian Mbappe," sagði Anelka.

„Við heimtum meira frá Neymar en við getum gert það sama með Messi. Síðan tímabilið byrjaði hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt. Alls ekki."

„Þarna er leikmaður sem hefur unnið sex Ballon d'Or verðlaun en að lokum þá er hann ekkert það sérstakur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner