Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 26. nóvember 2021 23:25
Victor Pálsson
Danmörk: Sannfærandi sigur Lyngby - Jón Dagur byrjaði á bekknum
Freysi með sínum mönnum
Freysi með sínum mönnum
Mynd: Lyngby
Jón Dagur
Jón Dagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyngby vann sterkan sigur í dönsku B-deildinni í kvöld er liðið mætti Jammerbugt á heimavelli sínum í Kongens.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann sá sína menn vinna sannfærandi með þremur mörkum gegn engu.

Jammerbugt spilaði manni færri alveg frá 42. mínútu og komu öll mörk Lyngby í síðari hálfleiknum.

Sævar Atli Magnússon kom inná sem varamaður í þessum leik eða á 76. mínútu er staðan var 3-0.

Lyngby er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig og er einu stigi frá toppliði Helsingor eftir 17 umferðir.

Í Superliga, efstu deild, gerðu Íslendingaliðin AGF og Silkeborg 1-1 jafnteflli í Árósum.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og Mikael Neville Anderson byrjaði hjá AGF.

Stefán fór af velli í hálfleik og Mikael fór af velli á 78. mínútu. Inn fyrir Mikael kom afmælisbarnið Jón Dagur Þorsteinsson sem varð 23 ára í dag.

AGF leiddi í hálfleik en Silkeborg jafnaði á 70. mínútu og þar við sat.

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner