Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. nóvember 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp fer fögrum orðum um Rangnick
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Það er aðeins tímaspursmál hvenær Manchester United mun kynna Ralf Rangnick sem bráðabirgðastjóra út tímabilið.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er einn af þeim sem talað hefur verið um að hugmyndafræði Rangnick hafi haft mikil áhrif á.

Klopp var spurður út í Rangnick á fréttamannafundi í dag.

„Ég þekki hann, en venjulega tölum við ekki um eitthvað sem ekki er búið að staðfesta!" sagði Klopp í gríni.

„Ef þið segið að þetta sé að gerast, þá gæti ég trúað ykkur. Já... það er annar góður stjóri að mæta í deildina. Þannig er það. Hann er virkilega reynslumikill stjóri. Eins og frægt er þá byggði hann upp tvö lið í Þýskalandi upp úr nánast engu yfir í mjög öflug lið."

„Hann hefur unnið misjöfn störf en í grunninn er hann þjálfari. United verður mjög vel skipulagt. Hann er í miklum metum í Þýskalandi, það er verðskuldað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner