Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. nóvember 2021 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi minnist Maradona: Eitt ár frá andlátinu
Mynd: Getty Images
Í gær var eitt ár frá því að argentíska fótboltagoðsögnin Diego Maradonna lést.

Maradona verður alltaf goðsögn í Napoli þar sem hann hjálpaði Napoli að vinna tvo ítalska meistaratitla, bikarmeistaratitil og Evrópukeppni félagsliða.

Maradona varð heimsmeistari með Argentínu 1986. Hann var fyrirliði liðsins, skoraði fimm mörk í keppninni og af þeim eru tvö af frægustu mörkum sögunnar.

Hann var mikill markaskorari og er talinn einn besti leikmaðurinn í sögunni. Hann er frægur fyrir að skora með hendi í landsleik Argentínu gegn Englandi. Markið oft kallað Hendi Guðs.

Lionel Messi landi Maradonna og einn besti leikmaður heims í dag minntist kappans á instagram síðu sinni en þar skrifaði hann "Að eilífu Diego."


Athugasemdir
banner
banner
banner