Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 26. nóvember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir ungir Íslendingar æfa með erlendum félögum
Hrafn Guðmundsson
Hrafn Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings hefur haft í nógu að snúast að undanförnu.

Þessi ungi leikmaður sem er fæddur árið 2006 hefur verið á reynslu hjá Midtjylland í Dannmörku og Benfica í Portúgal og vakið jákvæða athygli. Þetta kemur fram á heimasíðu.

„Stígur hefur sýnt að hann er í hópi efnilegustu leikmanna landsins og hafa fleiri erlend lið sýnt áhuga á að vinna með honum," segir á heimasíðu Víkings.

Hrafn Guðmundsson leikmaður Aftureldingar hefur verið á reynslu hjá þýska félaginu Freiburg í vikunni. Hrafn sem einnig er fæddur árið 2006 lék þrjá leiki með Aftureldingu í sumar í Lengjudeildinni og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í æfingaleik gegn Þrótti.


Athugasemdir
banner
banner
banner