Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 26. nóvember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Aldrei verið mikill aðdáandi Ronaldo"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Jon Obi Mikel í leik með Chelsea
Jon Obi Mikel í leik með Chelsea
Mynd: EPA
Jon Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea og nígeríska landsliðsins, segist ekki vera mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo, en hann tekur Lionel Messi fram yfir hann.

Mikel, sem er 35 ára gamall, spilaði með Chelsea frá 2006 til 2017, en hann lagði skóna á hilluna fyrir tveimur mánuðum eftir afar glæstan feril.

Hann ræddi við Dubai Eye um portúgölsku stjörnuna Cristiano Ronaldo og hafði hann ekki mikið jákvætt að segja um hann.

Mikel gagnrýndi viðtalið sem hann fór í á dögunum sem varð til þess að Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United.

„Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Ronaldo. Ég skil það ekki alveg þegar leikmenn eru með svona mikið sjálfsálit. Hann hefur aldrei verið einn af mínum uppáhalds leikmönnum og þess vegna vel ég alltaf Messi fram yfir hann.“

„Ég meina ef einhver kemur fram og gefur svona viðtal, þá fær það mann til hugsa hvort hann geri ekki það sama ef hann skrifar undir hjá mínu félagi í janúar.“

„Öll félög verða meðvituð um það en hann er samt Cristiano Ronaldo og er einn besti leikmaður allra tíma. Ég held að hann eigi eftir að finna sér annað félag í janúar og halda áfram að spila, en mér fannst þetta bara allt hræðilegt við þetta. Hann hefur gert svo mikið fyrir félagið og að sjá það enda svona er skelfilegt. Mér finnst bara að hann hefði aldrei átt að fara í þetta viðal, tímasetningin var ekki rétt og þetta lítur ekki vel út fyrir leikmann sem hefur afrekað allt þetta á ferlinum,“
sagði Mikel.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner