Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 26. nóvember 2023 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas gerði dramatískt jöfnunarmark - Sævar Atli lagði upp
Andri Lucas skoraði sjötta deildarmark sitt fyrir Lyngby
Andri Lucas skoraði sjötta deildarmark sitt fyrir Lyngby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Lyngby gerði dramatískt 3-3 jafntefli við Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin seint í uppbótartíma með sjötta deildarmarki sínu.

Andri, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru allir í byrjunarliði Lyngby, en Gylfi Þór Sigurðsson er enn frá vegna smávægilegra meiðsla.

Gestirnir í Bröndby náðu tveggja marka forystu í síðari hálfleiknum en spiluðu færri klukkutíma af leiknum eftir að Kevin Tshiembe fékk að líta rauða spjaldið.

Lyngby kom til baka í síðari. Sævar Atli Magnússon lagði upp mark fyrir Dani á 67. mínútu og þá jafnaði Magnus Jensen metin stuttu síðar.

Sean Klaiber gerði annað mark sitt fyrir Bröndby í leiknum þegar lítið var eftir af leiknum, en Andri Lucas sá til þess að bjarga stigi fyrir Lyngby með flugskalla í uppbótartíma.

Lyngby er í 8. sæti dönsku deildarinnar með 17 stig. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði fyrri hálfleikinn í 3-3 jafntefli Atromitos gegn Lamia í grísku úrvalsdeildinni. Atromitos er í 10. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner