Betis 1 - 0 Las Palmas
1-0 Willian Jose ('19 )
1-0 Willian Jose ('19 )
Spænska liðið Real Betis er á góðri siglingu þetta tímabilið en liðið vann nauman 1-0 sigur á Las Palmas í La Liga í kvöld.
Willian Jose skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu. Las Palmas tapaði boltanum á miðsvæðinu og keyrðu heimamenn í sókn.
Alvaro Valles varði fyrstu tilraun áður en boltinn barst til Jose sem setti hann í netið.
Það dugði til sigurs og hefur Betis ekki tapað leik síðan 16. september. Liðið er án taps í þrettán leikjum í öllum keppnum og situr það í 7. sæti La Liga með 24 stig.
Athugasemdir