Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
   sun 26. nóvember 2023 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Betis á ótrúlegu róli - Ekki tapað í rúma tvo mánuði
Willian Jose skoraði sjötta deildarmark sitt á tímabilinu
Willian Jose skoraði sjötta deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: EPA
Betis 1 - 0 Las Palmas
1-0 Willian Jose ('19 )

Spænska liðið Real Betis er á góðri siglingu þetta tímabilið en liðið vann nauman 1-0 sigur á Las Palmas í La Liga í kvöld.

Willian Jose skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu. Las Palmas tapaði boltanum á miðsvæðinu og keyrðu heimamenn í sókn.

Alvaro Valles varði fyrstu tilraun áður en boltinn barst til Jose sem setti hann í netið.

Það dugði til sigurs og hefur Betis ekki tapað leik síðan 16. september. Liðið er án taps í þrettán leikjum í öllum keppnum og situr það í 7. sæti La Liga með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner