Fyrrum leikmaðurinn og þjálfarinn Terry Venables er látinn, 80 ára að aldri.
Sem leikmaður gerði Venables garðinn frægan hjá Chelsea, Tottenham og Queens Park Rangers auk þess sem hann tók eitt tímabil með Crystal Palace, en hann lék yfir 500 leiki fyrir félögin.
Á 16 ára atvinnumannaferli sínum lék hann tvo landsleiki með enska landsliðinu.
Þjálfaraferill hans var einkar glæsilegur. Hann stýrði Palace og QPR áður en hann tók við stórliði Barcelona árið 1984 þar sem hann vann spænsku deildina einu sinni.
Venables tók við Tottenham árið 199 og stýrði þar liðinu til sigurs í enska bikarnum, en hann er síðasti stjórinn til að vinna bikarinn með liðinu.
Árið 1994 tók hann við enska landsliðinu og var hann við stjórnvölinn er liðið fór alla leið í undanúrslit Evrópumótsins árið 1996.
Englendingurinn þjálfaði einnig landslið Ástralíu, Middlesbrough, Leeds og Palace. Síðasta þjálfara starf hans var með enska landsliðinu árið 2006, þá sem aðstoðarmaður Steve McClaren.
Venables lést í gær eftir langvarandi veikindi en þetta staðfestir fjölskylda hans í tilkynningu sem hún sendi frá sér.
„Við erum algerlega eyðilögð vegna fráfalls yndislegs eiginmanns og föður, sem lést friðsamlega í gær eftir langvarandi veikindi. Við biðjum um frið á þessum ótrúlega sorglegu tímum svo við getum syrgt þennan elskulega mann sem við vorum svo heppin að hafa haft í okkar lífi,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar.
The Club is extremely saddened to learn of the passing of former player and manager Terry Venables.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 26, 2023
Our deepest condolences are with Terry’s friends and family at this incredibly difficult time. In tribute, we shall hold a minute’s applause prior to kick-off and our players will… pic.twitter.com/ot67eolKJl
Athugasemdir