Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 27. janúar 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Kaylan ekki áfram með Selfyssingum
Kvenaboltinn
Kaylan Marckese
Kaylan Marckese
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski markvörðurinn Kaylan Marckese, sem spilaði með Selfyssingum í fyrra, hefur samið við HB Köge í Danmörku.

Hin 22 ára gamla Kaylan spilaði alla sextán leiki Selfyssinga í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Áður en Kaylan kom á Selfoss var hún varamarkvörður Sky Blue í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Kaylan á að baki landsleiki fyrir U18, U19 og U23 ára lið Bandaríkjanna.
Athugasemdir