Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. janúar 2021 08:20
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn semur við Gautaborg (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson hefur gengið til liðs við IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni en hann hefur skrifað undir eins árs samning hjá félaginu.

Hinn þrítugi Kolbeinn hefur undanfarin tvö tímabil spilað með AIK í sænsku úrvalsdeildinni en hann yfirgaf félagið í lok síðasta árs.

„Þegar ég heyrði af áhuga IFK Gautaborg fannst mér það strax vera rétt skref," sagði Kolbeinn.

„Ég hef alltaf þekkt til félagsins og það er spennandi að vera hluti af því núna. Ég vonast til að koma inn með jákvæða orku og gæði og geta hjálpað liðinu strax."

Gautaborg hefur orðið þrettán sinnum sænskur meistari í gegnum tíðina en liðið endaði í 12. sæti í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Kolbeinn er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk. Kolbein jafnaði mark Eiðs árið 2019.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner