Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Alltaf langað til að vinna heima hjá mínu félagi"
Jón Stefán og Perry Mclachlan
Jón Stefán og Perry Mclachlan
Mynd: Þór/KA
María Catharina í leik með Þór/KA
María Catharina í leik með Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson tóku við Þór/KA í október á síðasta ári og eru að fara inn í sitt fyrsta tímabil saman en Jón ræddi aðeins um þá ákvörðun að taka við liðinu.

Jón hefur mikla reynslu úr boltanum og starfað við þjálfun síðan 2002. Hann og Guðni Þór Einarsson þjálfuðu Tindastól saman fyrir tveimu árum og líst honum vel á samvinnuverkefni. Jón snéri aftur í Þór árið 2019 sem íþróttafulltrúi félagsins.

„Það er ekkert leyndarmál. Mig hefur lengi langað að þjálfa þetta lið og búinn að þjálfa yngri flokka í Þór og víðar síðan 2002 eða eitthvað svoleiðis og alltaf langað til að vinna heima hjá mínu félagi."

„Ég er kannski að fórna mjög öruggu og þægilegu djobbi á móti og æðislegt að hafa Perry með mér. Ég hef mikla trú á góðu samvinnuverkefni. Ég og Guðni Þór Einarsson vorum saman með Tindastól og það reyndist mér afar vel og hann er núna hjá HK. Maður fylgist vel með þessum strákum sem eru með manni og ég tel mjög gott að deila byrðinni ef ég treysti náunganum sem ég geri svo sannarlega,"
sagði Jón.

Hugsuðum hvort við ættum að taka símtalið

María Catharina Ólafsdóttir Gros gekk til liðs við skoska stórliðið Celtic í júlí á síðasta ári og gerði tveggja ára samning en hún þurfti að þola bekkjarsetu í nokkrum leikjum áður en hún fann takinn.

Jón Stefán segir það hafa komið til greina að hafa samband og reyna að fá hana en hafi ákveðið að gera það ekki og leyfa henni frekar að taka sér tíma í að finna sig hjá liðinu.

„Já, við fylgjumst mjög vel með og þegar hún var að lenda á bekknum í smá tíma þá að sjálfsögðu hugsuðum við hvort við ættum að taka símtalið en á móti kemur þá vil ég ekki að okkar fólk gefist upp svo glatt þarna úti og bíti á jaxlinn. Maður beit í vörina á sér og vera ekkert að freista þess og gefa henni sinn tíma og frábært að henni gangi vel."

„Ekki spurning og var markheppin í yngri flokkum og allt það. Það er fullt af hæfileikum og ég hef engar áhyggjur af Maríu sem verður bara sterkari og sterkari," sagði hann í lokin.
„Þú getur rétt ímyndað þér að þetta er ágætis liðsstyrkur"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner