Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth stelur Semenyo undan nefinu á Palace
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Bournemouth er að ganga frá kaupum á Antoine Semenyo, framherja Bristol City í Championship deildinni.


Fabrizio Romano greinir frá því að Semenyo sé búinn að standast læknisskoðun hjá Bournemouth og verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins í dag.

Þessar fregnir koma á óvart í ljósi þess að Crystal Palace virtist vera búið að krækja í framherjann í gær fyrir 12 milljónir punda en Bournemouth hefur tekist að stela honum á síðustu stundu.

Kaupverðið er óuppgefið en Semenyo er búinn að gera fjögurra og hálfs árs samning við Bournemouth.

Semenyo er 23 ára landsliðsmaður Gana sem er kominn með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 26 leikjum með Bristol á tímabilinu.

Semenyo verður þriðji leikmaðurinn til að ganga í raðir Bournemouth í janúar eftir Dango Ouattara og Darren Randolph. Þá er Nicolas Jackson einnig á leiðinni ef hann stenst læknisskoðanir og er Roma búið að samþykkja kauptilboð í Nicoló Zaniolo.

Semenyo fór með Gana á HM og kom við sögu í tveimur af þremur leikjum liðsins í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner