Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Navas aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa PSG
Keylor Navas.
Keylor Navas.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Keylor Navas hefur samþykkt að ganga í raðir Nottingham Forest á Englandi.

Frá þessu greinir franska íþróttablaðið L'Équipe í dag.

Það er sagt að Navas hafi aldrei verið eins nálægt því að fara frá PSG og hann er núna.

Dean Henderson, aðalmarkvörður Forest, meiddist fyrir stuttu síðan og kemur til með að vera fjarri góðu gamni í nokkrar vikur. Forest er þess vegna að sækja Navas.

Navas lék með Real Madrid áður en hann fór til PSG. Navas hefur á þessu tímabili verið varamarkvörður fyrir ítalska landsliðsmanninn Gianluigi Donnarumma.

Forest á eftir að ná samkomulagi við PSG en ef það tekst þá fer markvörðurinn til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner