Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
banner
   mán 27. janúar 2025 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa fylgist með Joao Felix
Joao Felix hefur í heildina skorað 11 mörk í 40 leikjum með Chelsea.
Joao Felix hefur í heildina skorað 11 mörk í 40 leikjum með Chelsea.
Mynd: Chelsea
Portúgalski sóknarleikmaðurinn Joao Felix var fenginn til Chelsea í fyrrasumar þegar Conor Gallagher var seldur til Atlético Madrid.

Felix er ekki með sæti í byrjunarliði Chelsea og hefur komið við sögu í tólf leikjum í ensku úrvalsdeildinni, þar sem honum hefur tekist að skora eitt mark og leggja annað upp.

Hann hefur verið að fá meiri spiltíma í bikarkeppnum og hefur tekist að skora sex mörk og gefa eina stoðsendingu í átta leikjum í Sambandsdeildinni, deildabikarnum og FA bikarnum.

Hann er partur af leikmannahópi Chelsea en er ekki ofarlega í goggunarröðinni hjá Enzo Maresca þjálfara og getur því fengið leyfi til að skipta um félag á lánssamningi í lokaviku janúargluggans.

Aston Villa er talið vera meðal líklegustu áfangastaða fyrir leikmanninn, en félagið hefur ennþá mikinn áhuga á honum eftir að hafa mistekist að kaupa hann frá Atlético í fyrrasumar.

Felix er 25 ára gamall og þótti á sínum tíma efnilegasti fótboltamaður Evrópu. Hann ólst upp hjá Benfica og hefur einnig spilað fyrir Barcelona á ferlinum, auk Atlético Madrid og Chelsea.

Hann á 9 mörk í 45 landsleikjum fyrir portúgalska landsliðið.

Felix er ekki eini leikmaður Chelsea sem Aston Villa vill ná í undir lok gluggans, því varnarmaðurinn Axel Disasi virðist vera á leið til félagsins á lánssamningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner