Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Jafnt í Álava
Mynd: EPA
Alaves 1 - 1 Celta Vigo
1-0 Kike Garcia ('6 , víti)
1-1 Pablo Duran ('66 )

Alavés tók á móti Celta Vigo í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og úr varð verulega leiðinlegur leikur.

Kike García tók forystuna fyrir Alavés með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og var viðureignin í járnum eftir það.

Það var lítið sem ekkert um færi en þó tókst gestunum frá Vigo að jafna metin í síðari hálfleik. Pablo Durán skoraði þá með stórglæsilegu skoti af 20 metra færi.

Lokatölur urðu 1-1 í hundleiðinlegum slag og er Alavés einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta jafntefli, með 21 stig eftir jafn margar umferðir. Celta er með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner