Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 27. febrúar 2020 19:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Skrtel, Havertz og Calleri heitir
Wolves, Roma, Wolfsburg og Leverkusen áfram
Havertz var funheitur með Leverkusen í kvöld.
Havertz var funheitur með Leverkusen í kvöld.
Mynd: Getty Images
Adama Traore skoraði fyrir Wolves.
Adama Traore skoraði fyrir Wolves.
Mynd: Getty Images
Calleri skoraði þrennu.
Calleri skoraði þrennu.
Mynd: Getty Images
Framlengt í Tyrklandi
Sjö leikir hófust klukkan 17:55 í Evrópudeildinni. Klukkan 20:00 hefjast svo aðrir sjö leikir og tveir þeirra eru í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Manchester United tekur á móti Club Brugge og Arsenal mætir Olympiakos.

Martin Skrtel afrekaði það í fyrsta sinn síðan 2012 að skora í tvemur leikjum í röð þegar hann kom Basaksehir yfir gegn Sporting í kvöld. Skrtel var á mála hjá Liverpool þegar hann skoraði síðast í tveimur leikjum í röð. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Sporting og lengi vel var staðan 2-1 fyrir heimamenn. Í uppbótartíma jafnaði Edin Visca einvígið og kom Tyrkjunum í framlengingu.

Basel lagði APOEL og fer örugglega áfram, Wolves fékk á sig þrjú á Spáni en rústaði fyrri leiknum. Jonathan Calleri, fyrrum leikmaður West Ham, skoraði þrennu fyrir Espanyol. Þá gerði Kai Havertz liði Porto lífið leitt, Leverkusen komst áfram gegn Porto. Havertz kom að öllum þremur mörkum gestanna.

Roma leiddi með einu marki eftir fyrri leikinn þegar liðið sótti Gent heim í kvöld. Gent komst yfir en Justin Kluivert jafnaði metin og fór langt með að tryggja Roma áfram. 1-1 lokatölur og Roma því áfram.

LASK sigraði AZ 2-0 í Austurríki og fer áfram og að lokum sigraði Wolfsburg sænska liðið Malmö örugglega, 0-3 í Svíþjóð. Íslendingaliðin AZ, Malmö og APOEL því öll úr leik.

Istanbul Basaksehir 3 - 1 Sporting Framlengt
1-0 Martin Skrtel ('31 )
2-0 Danijel Aleksic ('45 )
2-1 Luciano Vietto ('68 )
3-1 Edin Visca ('90+2)

Espanyol 3 - 2 Wolves
1-0 Jonathan Calleri ('15 )
1-1 Adama Traore ('22 )
2-1 Jonathan Calleri ('57 , víti)
2-2 Matthew Doherty ('79 )
3-2 Jonathan Calleri ('90+1)

Porto 1 - 3 Bayer
0-1 Lucas Alario ('10 )
0-2 Kerem Demirbay ('50 )
0-3 Kai Havertz ('57 )
1-3 Moussa Marega ('65 )

Basel 1 - 0 APOEL
1-0 Fabian Frei ('38 , víti)

LASK Linz 2 - 0 AZ
1-0 Marko Raguz ('44 , víti)
2-0 Marko Raguz ('50 )
Rautt Spjald: Philipp Wiesinger, LASK ('88)

Malmo FF 0 - 3 Wolfsburg
0-1 Josip Brekalo ('41 )
0-2 Yannick Gerhardt ('65 )
0-3 Joao Victor ('69 )

Gent 1 - 1 Roma
1-0 Jonathan David ('25 )
1-1 Justin Kluivert ('29 )
Athugasemdir
banner
banner
banner