Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. febrúar 2020 15:49
Elvar Geir Magnússon
Fótboltamaður á Ítalíu greinist með kórónaveiruna
Þessir áhorfendur ætla ekki að fá kórónaveiruna.
Þessir áhorfendur ætla ekki að fá kórónaveiruna.
Mynd: Getty Images
22 ára leikmaður Pianese í ítölsku C-deildinni hefur verið greindur með kórónaveiruna. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaður landsins sem greinist með veiruna.

Leikmaðurinn er ekki nafngreindur en hann fann fyrir einkennum þegar hann var með liðinu á hóteli.

Hann fór sjálfur í einangrun áður en hann var skoðaður af læknum sem staðfestu smit.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur enginn af samherjum hans greinst með veiruna.

Fjölmörgum fótboltaleikjum á Ítalíu hefur verið frestað vegna útbreiðslu veirunnar. Þá verður Evrópuleikur Inter gegn Ludogorets í dag leikinn fyrir luktum dyrjum. Líklegt er að það sama verði gert með stórleik Inter og Juventus á sunnudag.

Á Ítalíu hafa verið 528 staðfest smit og 14 dauðsföll vegna veirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner