banner
   fim 27. febrúar 2020 20:29
Aksentije Milisic
Inter skuldar United enn helling fyrir Lukaku
Mynd: Heimasíða Inter
Svo virðist sem að Manchester United sé enn að bíða eftir að Inter borgi stóran hluta af verðmiðanum sem Lukaku kostaði liðið síðasta sumar.

Belgíski framherjinn fór til Inter á 74 milljónir punda í ágúst á síðasta ári en hann lék í tvö ár hjá United. Fjármálareikningar United sýna að enn á töluverð upphæð eftir að koma til klúbbsins frá Inter.

Inter borgaði innan við helming af verðmiðanum sem Lukaku kostaði, til United fyrirfram. Restin virðist ekki vera komin.

Öflug geta United til að afla fjár í fortíðinni gæti verið ein af ástæðum þess að liðið gat selt Lukaku á þessum kjörum.

Staðarblaðið í Manchester, Manchester Evening News, greinir frá þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner