Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Dubravka sá til þess að Newcastle færi áfram í 8-liða úrslit
Newcastle getur þakkað Martin Dubravka fyrir að liðið sé komið í 8-liða úrslit
Newcastle getur þakkað Martin Dubravka fyrir að liðið sé komið í 8-liða úrslit
Mynd: EPA
Arnór skoraði úr sínu víti í vítakeppninni
Arnór skoraði úr sínu víti í vítakeppninni
Mynd: Getty Images
Blackburn 1 - 1 Newcastle (3-4 eftir vítakeppni)
0-1 Anthony Gordon ('71 )
1-1 Sammie Szmodics ('79 )

Newcastle United er komið áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir að hafa unnið Blackburn Rovers í vítakeppni á Ewood Park.

Leikurinn var mikil skemmtun. Blackburn átti betri færi í fyrri hálfleiknum og gerði Martin Dubravka vel í markinu.

Í þeim síðari voru færin á báða bóga en Newcastle nýtti eitt slíkt á 71. mínútu er Anthony Gordon skoraði. Ósanngjarnt miðað við gang mála, en Blackburn svaraði átta mínútum síðar með marki Sammie Szmodics.

Aynsley Pear, markvörður Blackburn, varði eins og berserkur í framlengingunni en því miður fyrir heimamenn þá gerði Dubravka það sama. Blackburn fór illa með góði færi í lokin og vítaspyrnukeppni framundan.

Þar hafði Newcastle betur, 4-3. Arnór Sigurðsson, sem kom inn á í hálfleik, skoraði úr sínu víti. Fast skot sem hafnaði örugglega í netinu, en það dugði ekki til í kvöld.

Vítakeppnin:
0-1 Fabian Schär
0-0 Martin Dubravka ver frá Sammie Szmodics
0-0 Aynsley Pears ver frá Harvey Barnes
1-1 Callum Brittain
1-2 Bruno Guimaraes
2-2 Arnór Sigurðsson
2-3 Elliot Anderson
3-3 Yasin Ayari
3-4 Anthony Gordon
3-4 Martin Dubravka ver frá Dominic Hyam
Athugasemdir
banner
banner
banner