Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   þri 27. febrúar 2024 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Klopp horfir reglulega á leiki í Championship-deildinni - „Ég elska hana“
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, segist horfa reglulega á ensku B-deildina, en lið hans mætir einmitt Southampton í 5. umferð enska bikarsins á morgun.

Þjóðverjinn lifir fyrir fótbolta og kemst ekkert annað að á hans heimili.

Það er ekki nóg fyrir hann að stýra Liverpool allan ársins hring, heldur fylgist hann líka með hinum ýmsu deildum um allan heim.

Á morgun mætir Liverpool liði Southampton, sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra. Klopp hrósaði deildinni í hástert er hann ræddi við blaðamenn í dag.

„Ég elska Championship-deildina, Ég horfði á leik Leeds og Leicester í síðustu viku. Vá! Fótboltaákefðin í Championship-deildinni er sturluð. Ég horfði líka á West Brom nýlega, þar sem hugmyndafræðin er að spila alvöru fótbolta. Horfi líka á Ipswich. Deildin er ótrúlega erfið,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner