Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 27. febrúar 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Möguleiki að England verði með sjö lið í Meistaradeildinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru líkur á því að England fái auka Meistaradeildarsæti á næsta tímabili og verði þá með fimm lið í keppninni í stað fjögurra eins og raunin hefur verið síðutu ár.

Það er ekki orðið staðfest en árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum þennan veturinn stefnir í að verða nægilega góður svo að aukasæti fari til Englands.

Eins og staðan í deildinni er núna þá færu Liverpool, Arsenal, Nottingham Forest, Manchester City og Chelsea í Meistaradeildina.

Annað aukasæti gæti svo verið í boði fyrir sigurvegara keppninnar í ár. Aston Villa er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er talsvert frá topp fimm liðunum í deildinni. Þó það sé ekki líklegt þá gæti Aston Villa unnið Meistaradeildina og þannig færu sex ensk lið í keppnina. Aston Villa, Liverpool og Arsenal eru í 16-liða úrslitunum en Real Madrid sló City út í umspilinu fyrr í þessum mánuði.

Sjöunda sætið gæti svo komið í gegnum Evrópudeildina en þar eru Manchester United og Tottenham í 16-liða úrslitunum. Bæði lið hafa átt mjög döpur tímabil í deildinni heima fyrir og ekki nálægt topp fimm sætunum. Sigurvegari Evrópudeildarinnar vinnur sér inn Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner