Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 09:02
Elvar Geir Magnússon
Íslensk félög ræða við leikmenn um launaskerðingu
Mynd: Raggi Óla
Það eru erfiðir tímar framundan hjá fótboltafélögum um allan heim og lítið sem ekkert að koma í kassann meðan samkomumbann er í gangi. Margar fréttir hafa borist af því að leikmenn í Evrópuboltanum séu að taka á sig launaskerðingu.

Íslenski fótboltinn er engin undantekning og öll félög eru að skoða rekstur sinn. Mörg félög eru í viðræðum við leikmenn meistaraflokka um að taka á sig launalækkanir.

„Það eru mörg úrræði í gangi og maður sér á fréttum að utan að leikmenn og starfslið eru að taka á sig launalækkanir. Það eru allir að verða fyrir rosalegu höggi og þetta er mjög flókin staða," segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.

Tveir þjálfarar hér á landi hafa stigið fram og sagst taka á sig launalækkanir.

„Það eru allir að skoða sín mál. Það er meiri vinna framundan í þeim efnum. Félög og leikmenn þurfa að vera hreinskilin með stöðuna. Menn verða að vera raunsæir með framhaldið og vera tilbúnir að taka ábyrgð."

„Meðan félögin æfa ekki né keppa þá er búið að svipta þeim möguleikum á að afla sér tekna," segir Birgir en hér að neðan má sjá viðtalið við hann í heild sinni.
Birgir hjá ÍTF: Förum ekki í gegnum þetta á hnefanum einum saman
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner