Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Davíð ekki séð færslu Mikaels
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun.

Hann var spurður út í færslu Mikaels Neville Anderson á Twitter eftir leik Rússlands og Íslands á fimmtudag.

Undirritaður hélt því fram, eftir að hafa heyrt af því, að Mikael væri meiddur á nára og það útskýrði hvers vegna hann væri á bekknum gegn Rússum. Mikael var snöggur á Twitter eftir leik og lýsti því yfir að þær upplýsingar væru falsfréttir eða 'fake news'.

Einhverjir hafa tekið því sem skoti á Davíð frá Mikael þar sem Mikael var ekki valinn í byrjunarliðið.

Hvað fannst þér um að Mikael hafi farið á samfélagsmiðla beint eftir leik og tjáð sig um sín meiðsli? Tókstu því sem skoti á þig?

„Nei, ég var ekki einu sinni búinn að sjá það," sagði Davíð Snorri.

Hann var þá spurður hvort það hefði komið til tals að Jón Dagur Þorsteinsson yrði kallaður upp í A-landsliðið eftir leikinn gegn Danmörku. Davíð svaraði þeirri spurningu neitandi, slíkt hefði ekki komið til tals.

Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 13:00 á morgun. Danir eru með þrjú stig og við Íslendingar eru án stiga.
Athugasemdir
banner
banner