Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM átti að vera ákveðinn lokapunktur - „Hættir á toppnum"
Icelandair
Sandra á góðri stund fyrir leik á EM síðasta sumar.
Sandra á góðri stund fyrir leik á EM síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Safe hands.
Safe hands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm landsliðskonur hafa lagt landssliðsskóna á hilluna eftir EM á síðasta ári. Hallbera Guðný Gísladóttir reið á vaðið strax eftir lokaleikinn á EM og í kjölfarið fylgdu þær Sif Atladóttir, Elín Metta Jensen, Sara Björk Gunnarsdóttir og nú síðast Sandra Sigurðardóttir.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í Söndru í viðtali fyrir helgi.

„Nei, fyrst við fórum ekki á HM þá kannski kom þetta ekkert á óvart. Ég held að HM hafi verið ákveðinn lokapunktur fyrir sumar þeirra og ætluðu að hafa það sem sinn lokapunkt á sínum landsliðsferli. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að þetta yrði niðurstaðan þegar langt er í næsta stórmót. Landsliðið er ákveðin gulrót fyrir leikmenn," sagði Steini.

Fyrirmynd innan sem utan vallar
Sandra spilaði sinn síðasta leik á ferlinum á Pinatar æfingamótinu í síðasta mánuði. Vissi þjálfarinn að hún ætlaði að hætta?

„Nei. Kom ekkert þannig [á óvart] en ég vissi ekki að hún væri að spila sinn síðasta leik. Það var aldrei þannig umræða. En ég vissi að hún var búin að vera fram að því í einhverjum pælingum. Hún tekur bara þessa ákvörðun út frá sínu."

„Ég er mjög ánægður með Söndru allan þann tíma sem ég er búinn að þjálfa landsliðið. Hún er búin að standa sig sig gríðarlega vel, búin að vera fyrirmynd innan vallar og úti á vellinum og staðið sig alveg frábærlega. Á síðasta ári átti hún sennilega sitt besta landsliðsár. Hún hættir raunverulega á toppnum held ég."


Sandra hafði sjálf mestu áhrifin
Einhver umræða hefur verið síðustu ár hvort að Sandra eða Cecilía Rán Rúnarsdóttir ætti að vera aðalmarkvörður landsliðsins. Var það erfið ákvörðun að velja Söndru?

„Félagsliðaferill Cecilíu hafði kannski meiri áhrif á niðurstöðuna heldur en þurfti að vera. Hún spilaði lítið og ekkert á kafla eftir að hún fór út, minna en maður vonaðist eftir. Það hafði áhrif á það hversu mikið hún var að þrýsta á að verða markmaður númer eitt. Mestu áhrifin, og eðlilega, hafði Sandra sjálf því hún stóð sig alltaf vel, var alltaf góð í öllum leikjum og átti varla lélegan landsleik, ekki átt slíkan í langan tíma. Hún hélt sínu og Cecilía eða einhver önnur var ekki að þrýsta á hana af því að Sandra stóð sig vel," sagði Steini sem var svo spurður meira út í Cecilíu. Viðtalið má nálgast hér að neðan.
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Athugasemdir
banner
banner
banner