Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísabella Sara til Rosengård (Staðfest) - Verður í treyju númer 10
Mætt til Svíþjóðar.
Mætt til Svíþjóðar.
Mynd: Rosengård/Urzula Striner
Var í stóru hlutverki hjá Val, varð Íslandsmeistari árið 2023 og bikarmeistari í fyrra.
Var í stóru hlutverki hjá Val, varð Íslandsmeistari árið 2023 og bikarmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðrún er leikmaður sænsku meistaranna í Rosengård.
Guðrún er leikmaður sænsku meistaranna í Rosengård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosengård hefur fest kaup á einum efnilegasta leikmanni landsins því Ísabella Sara Tryggvadóttir er gengin í raðir félagsins. Sænska félagið kaupir Ísabellu frá bikarmeisturum Vals.

„Rosengård er einn stærsti klúbburinn í Skandinavíu kvennamegin og því ljóst að þetta er frábært tækifæri fyrir Ísabellu. Hún framlengdi samningi sínum við okkur um fjögur ár á dögunum en þetta er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Við erum afskaplega ánægð fyrir hennar hönd,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Ísabella Sara er 18 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem kom til Vals frá KR fyrir tímabilið 2023. Hún er unglingalandsliðskona sem er nú gengin í raðir sænsku meistaranna. Þar hittir hún fyrir landsliðskonuna Guðrúnu Arnardóttur sem er í lykilhlutverki í liðinu.

„Þetta er gott dæmi um það sem við í Val viljum standa fyrir. Að gefa ungum og efnilegum stelpum tækifæri og ef þær nýta það jafn vel og Ísabella hefur gert gerast góðir hlutir. Vissulega hefði verið frábært að hafa hana hjá okkur áfram en tilboð sænska liðsins var þannig að erfitt var að neita því auk þess sem Ísabella vildi stökkva á þetta tækifæri. Við hlökkum til þess að sjá hana þroskast og bæta sig enn frekar og erum þess fullviss að hún muni ná mjög langt.“

Ísabella verður í treyju númer 10 hjá Rosengård. Í tilkynningu Rosengård er sagt að Ísabella sé með fótbolta í blóðinu en móðir hennar er Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir og faðir hennar er Tryggvi Guðmundsson.

„Hún er leikmaður sem er einmitt með þau gæði sem við höfum leitað að. Hún er snögg, góð einn á móti einum og er öðruvísi sóknarmaður en þær sem við höfum áður verið með," segir Joel Kjetselberg sem er þjálfari Rosengård.

„Ég er mjög ánægð að vera komin til FC Rosengård. Að spila erlendis er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera. Sænska deildin er mjög góð - þú þarft að vera líkamlega sterkur og hraðinn er mikill, svo þetta ætti að verða skemmtilegt," segir Ísabella sjálf.

„Ég er snöggur sóknarmaður, hrifin af því að skora á andstæðinginn og búa til - annað hvort með fyrirgjöfum eða skotum á mark. Ef við missum boltann vil ég pressa og ná boltanum eins fljótt og hægt er," bætir hún við.

„Við ættum ekki að setja of miklar væntingar því hún er ung, en hún er fengin til félagsins til að berjast strax um sæti í liðinu. Hún er með mikla trú á sjálfri sér og valdi treyju númer 10," bætti þjálfarinn við.
Athugasemdir
banner
banner
banner