Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Brighton gæti endað hjá Barcelona
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona fylgist náið með hollenska landsliðsmarkverðinum Bart Verbruggen, sem er á mála hjá Brighton á Englandi.

Stjórnarmenn Börsunga voru staddir á landsleik Hollands og Spánar í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar Evrópu á dögunum.

Sport segir ástæðuna vera áhugi félagsins á Verbruggen sem hefur staðið sig vel með Brighton á tímabilinu.

Samkvæmt blaðinu er þó Barcelona ekki að hugsa um að fá hann í sumar heldur setur það stefnuna á að reyna kaupa á næsta ári.

Brighton er sagt vilja fá að minnsta kosti 30 milljónir punda fyrir Verbruggen sem hefur spilað 20 A-landsleiki með Hollandi síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner